Sigurður Haraldsson

Ég leitast við að gera lífið léttara

Léttara líf er mín leið til að hjálpa fólki til að vaxa og dafna, til að gera þér lífið léttara með markþjálfun.

Markþjálfun hjálpar fólki að eflast og þroskast, ná fókus á markmiðin sín, vinna betur að þeim og síðast en ekki síst að öðlast drifkraft til að yfirvinna þær hindranir sem geta staðið í veginum. Viðfangsefnið getur verið hvað sem er, svo sem að velja sér framhaldsskóla, að styrkja sjálfan sig, að þroskast í starfi og ná lengra, að takast á við krefjandi verkefni, að ná fókus á draumana sína, og markmiðasetning.

Ég hef aðstoðað grunnskólanema, sérfræðinga, forstöðumenn, nuddara, kennara, upplýsingarfræðinga, iðjuþjálfa, verkefnastjóra og framkvæmdastjóra, svo fátt eitt sé nefnt.

Í grunninn þá hjálpa ég fólki að ná lengra hraðar og átta sig fljótar á málum, að horfast í augu við viðfangsefnið, þótt það geti verið óþægilegt.
Ég er vinurinn sem segi þér satt og styð þig alla leið.

Ég markþjálfa einnig yfir netið eða í síma, þannig að búseta/staðsetning skiptir engu máli.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun (e. Coaching)

Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið og upplifa þau. Henni er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi. Markþjálfun má gróflega skipta upp í stjórnendaþjálfun (executive coaching) og lífsþjálfun (life coaching). Stjórnendaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.

Í markþjálfun gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með markþjálfa sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Um samtal er að ræða þar sem markþeginn (coachee) velur umræðuefnið en markþjálfinn (coach) stýrir samtalinu.

Hver er ástæðan fyrir auknum vinsældum markþjálfunar?

Ástæðan fyrir því að markþjálfun hefur fest sig í sessi á undanförnum árum beggja vegna Atlantshafsins og nýtur vaxandi vinsælda hér á landi er einfaldlega sú að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í tengslum við störf sín eða í einkalífi segja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.

Hvaða viðfangsefni eru hluti af markþjálfun?

Meðal viðfangsefna í stjórnenda- eða starfsmannaþjálfun má nefna einstaka þætti eins og að bæta hæfni til dæmis í því að halda fyrirlestra eða venja sig af slæmri hegðun. Önnur viðfangsefni geta verið hvernig á að taka á erfiðum starfsmannamálum eða vinna í gegnum starfstengdar breytingar. Stundum fara stjórnendur í markþjálfun til að bæta stjórnun sína almennt eða ræða um hvert þeir vilja stefna varðandi starfsframa.

Meðal viðfangsefna í lífsþjálfun má nefna markmið varðandi peningamál, sambönd og samskipti, barnauppeldi, áhugamál, líkamsrækt eða hvers konar sjálfsþroska.

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir þá sem hafa vilja til að vaxa, horfast í augu við sjálfa sig, hvort sem það er til að bæta það sem þarf að bæta, velta upp nýjum möguleikum, fá stuðning í erfiðum ákvörðunum eða einfaldlega að gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir það sem vel er gert. Með markþjálfun fá einstaklingar stuðning frá fólki sem hefur þjálfað sig í að hjálpa öðrum að finna sínar eigin lausnir. Markþjálfinn hefur ekki önnur markmið en þau að hjálpa viðskiptavini.

Spjöllum saman

Viltu vita meira? - að sjálfsögðu án allra skuldbindinga!

Svararðu já við einhverju af eftirfarandi?

 • Hljómar þetta áhugavert?
 • Heldurðu að markþjálfun geti hentað þér?
 • Áttu erfitt með að ná og/eða halda fókus?
 • Er eitthvað í lífinu þínu sem er hægt að bæta en þú veist ekki alveg hvernig?
 • Viltu efla þig í einkalífinu, íþróttum eða vinnunni?
 • Næsta skrefið er að slá á þráðinn til mín í síma 695-1664 eða senda mér tölvupóst á sigur@lettaralif.is.
  Spjöllum saman og athugum hvort ég geti ekki létt þér lífið!

  Hver er ég?

  Ég er faðir, eiginmaður, markþjálfi, ljósmyndari, lestrarhestur og kerfisstjóri, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gaman af útiveru, kvikmyndum/þáttum, ferðalögum og að þroska sjálfan mig. Þar að auki sem ég ljóð og í mér, eins og flestum Íslendingum, blundar rithöfundur sem er að reyna að komast út um þessar mundir.

  • Ég er meðlimur í Félagi markþjálfa á Íslandi / ICF Iceland Chapter
  • Ég er meðlimur í International Coach Federation (ICF), sem eru stærstu alþjóðlegu samtök markþjálfa
  • Ég útskrifaðist sem tölvu- og kerfisfræðingur frá Rafiðnaðarskólanum 2002 eftir tveggja ára nám
  • Ég nam ensku, þýsku og norræn/miðaldafræði við Albrechts-Ludwigs Universität í Freiburg im Breisgau 1992-1996
  • BA í ensku frá HÍ 1985
  • Stúdentspróf frá MR 1982

  Umsagnir

  • "Ég mæli með markþjálfunni Léttaralíf. Ég á auðveldara með að setja mér markmið og fylgja þeim. Mér finnst auðveldara að finna mér markmið sem er auðvelt að uppfylla og ná."
   - Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, nuddari
  • "Ég mæli heilshugar með markþjálfun hjá Sigurði. Þjálfunin kallaði á talsverða innri vinnu og sjálfskoðun þar sem Sigurður leiddi mig áfram. Í hverjum tíma lærði ég að hjálpa sjálfri mér að ná mínum markmiðum og þannig auka árangur minn og skilvirkni. Þessri þekkingu mun ég búa að og get nýtt mér í krefjandi verkefnum í framtíðinni. Takk fyrir mig, Sigurður"
   - Svanhvít Stefánsdóttir, sérfræðingur
  • "Fór í nokkra tíma. Þetta hjálpaði mér mikið. Gott að fá svona leiðsögn og ég áttaði mig á ýmsum hlutum sem ég hafði ekki séð áður. Mæli eindregið með Sigurði, hann er einlægur og skemmtilegur og hittir oft naglann beint á höfuðið. Takk fyrir mig."
   - Þorkatla Sigurðardóttir, forstöðumaður
  • Ég hafði hugsað mér í nokkurn tíma að skella mér í markþjálfun en fannst alltaf að þetta væri meira fyrir stjórnendur svo ekkert varð úr þeim framkvæmdum en sem betur fer lét ég verða af því og sé ekki eftir því.
   Ég lærði mjög margt um sjálfan mig og komst að því að þegar upp er staðið þá var ég sjálfur mín stærsta hindrun en svo er ekki lengur. Nú á ég auðveldara að setja mér markmið og ná þeim.
   Ég mæli eindregið með að hitta Sigurð og fara yfir málin með honum. Hann mun hjálpa þér að sjá hlutina í öðru ljósi bæði hvað varðar vinnu og einkalíf.
   - Guðlaugur Breiðfjörð Eyjólfsson, sérfræðingur

  Samfélagsmiðlar

  Kíkið á hvað Léttaralíf er að gera á þessum samfélagsmiðlum!